Í dag eru 14 ár síðan ég fékk þennan dásamlega dreng í hendurnar
Alla daga gerir hann mig stolta og þakkláta fyrir að fá að hafa hann í lífinu mínu. Hugprúður og góður drengur sem fer í rólegheitunum þangað sem hann ætlar sér.
6 ára sagði hann, Ég ætla að fá svarta beltið í taekwondo og verða taekwondokennari. "Svartbeltingur er hvítbeltingur sem gefst ekki upp". Í 8 ár hef ég aldrei heyrt hann "ekki nenna" enda er hann komin með beltið og farinn að aðstoða við þjálfun.
Oft þegar ég fer að flækja hlutina fyrir mér kemur hann með hnittini svör og einfaldar lausnir sem mér tókst ekki að sjá.
Elsku góði, fallegi, duglegi, dásamlegi drengurinn minn - Brynjar Logi Halldórsson - innilega til hamingju með afmælið þitt.